Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. Þetta sögðu saksóknarar í Suður-Kóreu í gær samkvæmt CNN. Ellefu hafa verið ákærð fyrir þjófnaðinn.
Þessi tækni byggir á því að gera OLED-skjái Samsung sveigjanlega, meðal annars með því að nota öðruvísi lím, og gerir það að verkum að hægt verður að nota þennan væntanlega síma bæði sem spjaldtölvu og venjulegan síma. Í yfirlýsingu frá Samsung Display, dótturfyrirtækis Samsung-samsteypunnar sem sér um gerð þessara skjáa, segir að fyrirtækið sé slegið vegna málsins.
Stálu tækni frá Samsung
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið


Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump
Viðskipti erlent

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu
Viðskipti innlent

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur
Viðskipti innlent



Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent



Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent