Handbolti

Sveinbjörn þorir ekki að skipta um skó: Erum hið fullkomna par

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinbjörn gæti lent í jólakettinum því hann neitar að skipta um skó
Sveinbjörn gæti lent í jólakettinum því hann neitar að skipta um skó Vísir/Bára
Sveinbjörn Pétursson hefur farið á kostum með Stjörnunni í Olísdeild karla á síðustu vikum. Hann segir gömlu skóna sína og sig vera fullkomið par.

Stjarnan hefur verið á uppleið eftir erfiða byrjun á tímabilinu og mætir toppliði Selfoss annað kvöld.

„Ég var orðinn svo spenntur að fá loksins að spila að það fór allt með manni,“ sagði Sveinbjörn við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann missti af fyrstu þremur leikjum tímabilsins.

Sveinbjörn spilar í fimm ára gömlum skóm sem eru hans fullkomna par.

„Þeir eru búnir að fylgja mér síðustu árin, ég held vel upp á þá og dreg þá fram í leikjum og á spes æfingum.“

„Ég held að allir markmenn séu með litla hluti sem þeir vilja halda í. Þegar maður er með brjóstið út og eitthvað gott á sér á meðan á leik stendur þá hjálpar það til,“ sagði Sveinbjörn sem þorir ekki að skipta um skó.

„Við getum ekki verið án hvors annars, fullkomið par.“

Sveinbjörn var síðast í landsliðinu fyrir tveimur árum og stefnir á að komast þangað aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×