„Gríðarleg vonbrigði. Við vorum vægast sagt eftir á í dag, FH-ingarnir voru betri á öllum sviðum og áttu sigurinn skilið,“ sagði Andri Snær Stefánsson að loknu tíu marka tapi KA gegn FH, 36-26, í Kaplakrika í dag.
„Við vorum langt undir pari, vörn og markvarsla engin og til þess að vinna eitthvað lið í deildinni þá verður þetta að vera til staðar. Við vorum á hælunum og áttum ekki breik.“
Andri gat ekki svarað því hvað hafi klikkað í varnarleiknum hjá KA mönnum í dag.
„Mér fannst við vera mjög vel stemmdir, í síðasta leik spiluðum við á móti Val og fengum á okkur 22 mörk og varnarleikurinn frábær. Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég ekki alveg svörin.“
„Við vorum mjög tættir og áttum engin svör. Í hálfleik þá vorum við ekki einu sinni sveittir, við vorum langt á eftir og þetta er mjög svekkjandi.“
„Við þurfum að skoða þetta mjög vel því við eigum mikilvægan leik næstu helgi sem að við ætlum að vinna.“
Það er meira undir en bara stig í pokann næstu helgi, heiðurinn er að veði þegar Akureyrarliðin tvö mætast.
„Við verðum að stíga upp og læra af þessu. Þetta var mjög stórt kjaftshögg en það er bara næsti leikur og við ætlum að vera klárir.“
Andri: Vorum ekki einu sinni sveittir í hálfleik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Kaplakrika skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn
Fleiri fréttir
