Von Trier segir „líklegt“ að hann hafi strippað fyrir framan Nicole Kidman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 09:31 Lars von Trier og Nicole Kidman. vísir/getty Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“ Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segir að það sé alveg líklegt að hann hafi strippað fyrir framan áströlsku leikkonuna Nicole Kidman þegar þau voru við tökur á kvikmynd hans Dogville fyrir um fimmtán árum síðan. Kidman hafi hins vegar verið reiðubúin að gera fleiri myndir með honum svo strippið getur ekki hafa verið það sjokkerandi fyrir hana, að sögn von Trier. Því skal þó haldið til haga að Kidman hefur ekki leikið í annarri mynd eftir von Trier nema Dogville, ef marka má IMDB. Von Trier ræðir Kidman í viðtali við breska blaðið Guardian en þar spyr blaðamaðurinn hann út í sögu sem hann hafi heyrt; að leikstjórinn hafi strippað fyrir leikkonuna. Von Trier hikar, hnussar svo og segir: „Nú, eins og með Peter þá hljómar þetta líklegt. En Nicole var tilbúinn til þess að koma og vinna aftur fyrir mig svo þetta getur ekki hafa verið svo sjokkerandi fyrir hana.“ Peter sem von Trier vísar þarna til er Peter Aalbæk Jensen, kvikmyndaframleiðandi, en hann og von Trier stofnuðu saman framleiðslufyrirtækið Zentropa.Segir að við viljum öll slá í rassa Skemmst er að minnast þess að í MeToo-byltingunni steig Björk Guðmundsdóttir fram og sagði frá kvikmyndaleikstjóra sem hefði áreitt hana kynferðislega við tökur á bíómynd sem hún lék í. Björk birti stöðuuppfærslu á Facebook og nefndi engin nöfn en lesa mátti á milli línanna að tónlistarkonan væri að vísa í von Trier. Hún lék aðalhlutverk í mynd von Trier Dancer in the Dark. Von Trier hafnaði þessum ásökunum Bjarkar og það gerði Jensen einnig en hann var framleiðandi myndarinnar. Sjálfur var Jensen svo sakaður um kynferðislega áreitni í garð starfsnema hjá Zentropa en hann var sakaður um að hafa klipið í brjóst þeirra og skipað þeim að strippa í jólagleði fyrirtækisins. Jensen baðst afsökunar en afsökunarbeiðnin var ekki upp á marga fiska þar sem hann sagði að honum þætti gaman að slá í rassa og hann væri frekar leiður yfir því að þurfa núna að hætta því. Blaðamaður Guardian spyr von Trier út í þetta í viðtalinu og segir að þessi menning yfirmanna hjá Zentropa um kynferðislegt frelsi hafi augljóslega verið misbeiting. Von Trier tekur ekki undir þau orð blaðamannsins. „Þú þekkir Peter. Hann er brjálaður. Ég er brjálaður. Zentropa er brjálað, að einhverju leyti. En þegar ég horfi á fyrirtækið þá er allt unga fólkið að skemmta sér vel,“ segir von Trier og hikar. „Ég veit ekki einu sinni hvað Peter á að hafa gert.“ Blaðamaðurinn segir honum það. „Slá í rassa.“ „Slá í rassa. Já. En það er það sem við viljum öll gera. Hann er að lifa drauminn sinn. Jú, þetta er ekki í lagi. Enginn ætti að vera neyddur til þess að gera eitthvað sem hann vill ekki. Það er mjög mikilvæg regla en ég segi kannski ekki endilega að þetta hafi verið rangt.“
Bíó og sjónvarp Eyjaálfa MeToo Norðurlönd Tengdar fréttir Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40 Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12 Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Lars von Trier: „Ég gerði þetta ekki“ Danski leikstjórinn Lars von Trier segir ekkert til í frásögn söngkonunnar Bjarkar um að hann hafi áreitt hana kynferðislega á tökustað myndarinnar Dancer in the Dark. 16. október 2017 09:40
Björk stígur fram og segir frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier Björk Guðmundsdóttir sakar danska leikstjórann Lars Von Trier um kynferðislega áreitni í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Þau unnu saman að gerð kvikmyndarinnar Dancer in the Dark sem kom út árið 2000. 15. október 2017 14:12
Framleiðandi Dancer in the Dark hafnar ásökunum Bjarkar: „Þessi kona var öflugri en bæði Lars von Trier og ég til samans“ Segir Björk hafa verið erfiða á tökustað en Björk sagði sjálf Lars von Trier hafa borið upp á sig lygar og sakað hana um að vera erfiða í samstarfi eftir að hún hafnaði ítrekað kynferðislegum umleitunum hans. 15. október 2017 23:19