Laumaði hryðjuverkaplotti í glósubók keppinautar síns Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 06:50 Bræðurnir á góðri stund. Hinn handtekni er vinstra megin við miðju en krikketstjörnun má sjá hægra megin við stúlkuna í rauða kjólnum. Vísir/getty Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn. Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Bróðir ástralskrar krikketstjörnu hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa laumað fyrirætlunum um hryðjuverk í glósubók annars manns. Málið má rekja til handtöku sem ástralska lögreglan framkvæmdi í ágúst síðastliðnum. Þá hafði hún hendur í hári námsmanns frá Sri Lanka sem grunaður var um að leggja á ráðin um hryðjuverk. Sönnunargögnin var að finna í glósubók hans þar sem finna mátti ráðabrugg um hvernig skyldi meðal annars sprengja upp óperuhúsið í Sydney og ráða þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, Malcolm Turnbull, af dögum. Námsmaðurinn, hinn 25 ára gamli Kamer Nizamdeen, var vistaður í einangrun í rúman mánuð milli þess sem hann var yfirheyrður um meintar fyrirætlanir sínar. Hann var þó að lokum látinn laus í upphafi októbermánaðar eftir að lögreglumönnum mistókst að tengja rithönd hans við þá sem fannst í glósubókinni. Nizamdeen er nú fluttur aftur heim til Sri Lanka og segist ætla að leita réttar síns vegna málsins. Ætla má að ástralska ríkið þurfi að greiða skaðabætur vegna einangrunarvistarinnar sem námsmaðurinn var látinn sæta.Metnaðarfullir keppinautar Það var svo í dag sem ástralska lögreglan greindi frá því að fyrrnefndur krikketstjörnubróðir, Arsalan Khawaja, hafi játað að hafa falsað hryðjuverkaplottið. Hann er sagður hafa verið handtekinn í morgun en grunur um aðkomu hans að málinu er talinn hafa kviknað í nóvember, þegar hann var yfirheyrður eftir að Nizmadeen hafði verið látinn laus. Þrátt fyrir að ástralska lögreglan hafi ekki viljað gefa upp hvers vegna talið er að Khawaja hafi laumað hryðjuverkaáformum í glósubókina segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að þeir Nizamdeen og Khawaja hafi verið „keppinautar“ á vinnustað sínum, háskólanum í Nýju Suður-Wales. Málið er nú til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum og munu þau ekki tjá sig frekar um málið af virðingu við fjölskyldu hins handtekna. Meðal fjölskyldumeðlima hans er bróðirinn Usman Khawaja, sem lýst er sem einni skærustu krikketstjörnu Ástrala. Hann mun næst munda kylfuna í landsleik gegn Indlandi á fimmtudaginn.
Ástralía Eyjaálfa Indland Srí Lanka Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira