Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 10:38 Plastpokar sem notaðir eru á Íslandi enda annað hvort í urðun eða í náttúrunni, ólíkt því sem þekkist víða annars staðar að sögn Íslenska Gámafélagsins. Vísir/VAlli Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan. Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27