Franska lögreglan „bannar“ Paris Saint-Germain að spila á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:00 Kylian Mbappe á fullri ferð í leiknum á móti Liverpool á dögunum. Vísir/Getty Franska liðið Paris Saint-Germain fær góða hvíld og góðan tíma til að undirbúa sig fyrir lokaumferðina í Meistaradeildinni þar sem liðið berst við sæti í sextán liða úrslitum við Liverpool og Napoli. Lögreglan óskaði eftir því við franska stórliðið að leik Paris Saint-Germain og Montpellier í frönsku deildinni á laugardaginn verði frestað. Paris Saint-Germain vs. @MontpellierHSC, initially due to take place this Saturday, December 8 at 16:00pm CET, has been postponed at the request of the Police. A new date will be set in due course. More information to follow at https://t.co/E6vTM9jbI5#PSGMHSCpic.twitter.com/M6mHqdgNcl — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018Ástæðan eru mótmælin í höfuðborg Frakklands sem hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands undanfarnar þrjár helgar. Fólk er þar að mótmæla hærri eldsneytisskatti auk annarra aðgerða frönsku ríkisstjórnarinnar en mótmælin eru kölluð "gilets jaunes" mótmælin eða gulu vesta mótmæli. Paris Saint-Germain er á toppnum í frönsku deildinni og hefur samþykkt það að fresta leiknum. Það á enn eftir að finna nýjan leikdag.@TTuchelofficial: "We accept this postponement. We'll have to manage this situation to stay in shape before Belgrade. Security is absolutely important." #PSGlivepic.twitter.com/myosDC01Ol — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018„Við sættum okkur við þessa frestun. Nú þurfum við að stýra undirbúningnum okkar vel svo við höldum okkur í formi fyrir Belgrad-leikinn,“ sagði Thomas Tuchel. Þegar kemur að Meistaradeildarleiknum verður PSG ekki búiið að spila í níu daga eða síðan í 2-2 jafnteflinu við Bordeaux. Paris Saint-Germain er með átta stig í öðru sæti í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Napoli er einu sæti ofar með níu stig og Liverpool er síðan með sex stig. Liverpool þarf að vinna Napoli með tveggja marka mun til að komast áfram. Rauða Stjarnan er með fjögur stig og úr leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain fær góða hvíld og góðan tíma til að undirbúa sig fyrir lokaumferðina í Meistaradeildinni þar sem liðið berst við sæti í sextán liða úrslitum við Liverpool og Napoli. Lögreglan óskaði eftir því við franska stórliðið að leik Paris Saint-Germain og Montpellier í frönsku deildinni á laugardaginn verði frestað. Paris Saint-Germain vs. @MontpellierHSC, initially due to take place this Saturday, December 8 at 16:00pm CET, has been postponed at the request of the Police. A new date will be set in due course. More information to follow at https://t.co/E6vTM9jbI5#PSGMHSCpic.twitter.com/M6mHqdgNcl — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018Ástæðan eru mótmælin í höfuðborg Frakklands sem hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands undanfarnar þrjár helgar. Fólk er þar að mótmæla hærri eldsneytisskatti auk annarra aðgerða frönsku ríkisstjórnarinnar en mótmælin eru kölluð "gilets jaunes" mótmælin eða gulu vesta mótmæli. Paris Saint-Germain er á toppnum í frönsku deildinni og hefur samþykkt það að fresta leiknum. Það á enn eftir að finna nýjan leikdag.@TTuchelofficial: "We accept this postponement. We'll have to manage this situation to stay in shape before Belgrade. Security is absolutely important." #PSGlivepic.twitter.com/myosDC01Ol — Paris Saint-Germain (@PSG_English) December 4, 2018„Við sættum okkur við þessa frestun. Nú þurfum við að stýra undirbúningnum okkar vel svo við höldum okkur í formi fyrir Belgrad-leikinn,“ sagði Thomas Tuchel. Þegar kemur að Meistaradeildarleiknum verður PSG ekki búiið að spila í níu daga eða síðan í 2-2 jafnteflinu við Bordeaux. Paris Saint-Germain er með átta stig í öðru sæti í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Napoli er einu sæti ofar með níu stig og Liverpool er síðan með sex stig. Liverpool þarf að vinna Napoli með tveggja marka mun til að komast áfram. Rauða Stjarnan er með fjögur stig og úr leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Sjá meira