Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. desember 2018 06:00 Fangelsið Litla-Hraun. „Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Mér finnst alvarlegt að það taki mörg ár að bregðast við svona alvarlegum vanda og mun inna heilbrigðisráðherra eftir því hverju þetta sæti,“ segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, um samskipti heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis um aðgerðir vegna stöðu geðheilbrigðismála í fangelsum landsins. Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti bæði dóms- og heilbrigðismála vegna þess. Af samskiptunum má sjá að umboðsmaður er búinn að fá nóg af skipunum í nefndir og starfshópa sem litlu sem engu hafa skilað. Í erindi dómsmálaráðuneytisins til umboðsmanns í október síðastliðnum er þeirri afstöðu lýst að mannréttindi geðsjúkra fanga séu ekki fyllilega tryggð og ráðuneytið telji brýnt tilefni til að endurskoða fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu á Litla-Hrauni sem og í fangelsum landsins almennt. Víðtækt samráð þurfi að hafa í þeim efnum við velferðarráðuneytið og fangelsismálayfirvöld. Í erindi til heilbrigðisráðherra frá 11. október óskaði umboðsmaður eftir viðbrögðum við afstöðu dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu kvað umboðsmaður nokkuð fast að orði um aðgerðaleysi ráðuneytanna þrátt fyrir alvarlega stöðu sem varðað geti ákvæði stjórnarskrár um bann við pyndingum og ómannúðlegri meðferð. Forsætisráðherra fékk afrit af bréfinu. Í svari heilbrigðisráðuneytis sem barst í síðustu viku er vikið að samningagerð vegna heilbrigðisþjónustu á Hólmsheiði sem gera eigi ráð fyrir auknu og öruggu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Sameiginlegt mat heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og geðsviðs Landspítala sé að geðdeildin veiti þjónustu á Hólmsheiði sem samsvari 10 prósent stöðu geðlæknis og 10 prósent stöðu geðhjúkrunarfræðings. Í svarinu segir að gert sé ráð fyrir að samningur vegna Hólmsheiðar verði í framhaldinu notaður sem fyrirmynd að heilbrigðisþjónustu í öðrum fangelsum landsins. Þá er í svari ráðuneytisins, vísað til starfshóps sem skipaður verði um endurskoðun samnings frá 1997 milli ráðuneytisins og Fangelsismálastofnunar um heilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum. Umboðsmaður bíður nú viðbragða Fangelsismálastofnunar og dómsmálaráðuneytis við útspili heilbrigðisráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira