Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:43 Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi. Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjá meira
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08