Helmingsafsláttur landsbyggðarbúa væntanlegur árið 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:43 Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi. Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samgönguráðherra segir að landsbyggðarbúar eigi fyrst von á 50% niðurgreiðslu á flugfargjöldum sínum árið 2020, líkt og útlistað er í nýrri skýrslu starfshóps samgönguráðherra. Þá gæti kostnaður við þennan lið áætlunarinnar hlaupið á einum milljarði króna. Mun ódýrara verður fyrir íbúa landsbyggðarinnar að fljúga innanlands á næstu árum verði tillögur starfshópsins um eflingu innanlandsflugs að veruleika. Greint var frá því í dag að lagt væri til að þeir sem búa í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu fái 50% af flugfargjöldum sínum til og frá svæðinu í einkaerindum niðurgreidd. Niðurgreiðslan nái að hámarki til fjögurra ferða fram og til baka á hvern einstakling á meðan reynsla kemst á kerfið. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði aðspurður í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann teldi mjög líklegt að tillögurnar um niðurgreiðslu nái fram að ganga. „Við stefnum á að þessi tillaga gæti orðið að veruleika á árinu 2020. Tillaga nefndarinnar er í þá veru og nú fer þetta inn í umhverfis- og samgöngunefnd og verður hluti af samgönguáætluninni sem verður lokið við í næstu viku.“ Þá sé erfitt að segja til um hver kostnaðurinn við niðurgreiðslurnar verði. „Þegar að fyrstu drög voru kynnt þá töldu menn að þetta gæti kostað sex, sjö hundruð, átta hundruð milljónir. Ef allir sextíu þúsund nýta sér þetta að hámarki held ég að kostnaðurinn væri einn og hálfur milljarður,“ sagði Sigurður Ingi.
Samgöngur Tengdar fréttir Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vilja niðurgreiða innanlandsflug fyrir valda landsbyggðarbúa Fólk sem býr meira en 200-300 kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu geta fengið helming flugfargjalda niðurgreiddan frá ríkinu samkvæmt tillögu starfshóps um innanlandsflug. 4. desember 2018 13:08