Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 18:17 Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins en Sorpa hafnar ásökunum sem þar eru bornar á hendur fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan. Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38
Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47