Viðskipti innlent

Bjór­á­huga­maður og kosninga­ráð­gjafi for­setans til Gray Line

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinn Waage hlaut nafnbótina "Fyndnasti maður Íslands“ árið 1998, fyrstur manna.
Sveinn Waage hlaut nafnbótina "Fyndnasti maður Íslands“ árið 1998, fyrstur manna.
Sveinn Waage hefur verið ráðinn til ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line þar sem hann mun leiða stafræna markaðssókn fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að Sveinn hafi mikla reynslu af stefnumótun og stjórnun markaðssetningar.

„Nú síðast sinnti hann þeim málum fyrir Íslandstofu og þar áður fyrir Meniga, Ölgerðina og forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar svo dæmi séu nefnd. Þá hefur Sveinn verið ráðgjafi í þessum efnum í gegnum fyrirtæki sitt Nýja Sjáland athafnir ehf.

Sveinn er jafnframt kennari í Bjórskóla Ölgerðarinnar og forfallinn Vestmannaeyingur,“ segir í tilkynningunni.

Sveinn hlaut nafnbótina „Fyndnasti maður Íslands“ árið 1998, fyrstur manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×