Leikur Akureyrar og KA í 12. umferð Olís deildar karla í handbolta fer fram í Höllinni á Akureyri og hefst klukkan 18.00 á laugardaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KA er með átta stig í áttunda sæti deildarinnar, tveimur stigum og fjórum sætum ofar í töflunni en nágrannar þeirra í Akureyri.
Það eru margir spenntir fyrir þessum Akureyrarslag en KA vann fyrri leikinn með einu marki, 28-27, í mjög spennandi og skemmtilegum leik.
Einn af þeim allra spenntustu fyrir norðan er örugglega KA-maðurinn Jón Heiðar Sigurðsson sem bauð sig fram í að auglýsa leikinn á samfélagsmiðlum KA.
Það má þennan „peppaða“ KA-mann peppa menn fyrir leikinn hér fyrir neðan en hann er svo sannarlega með hressleikann að vopni.
Baráttan um bæinn fer fram í Höllinni á laugardaginn þegar KA sækir Akureyri heim kl. 18:00 í #olisdeildin. Nú þurfum við á ykkur að halda kæru KA-menn, gefum Jóni Heiðari orðið, áfram KA! #LifiFyrirKApic.twitter.com/IzMRh3xwIf
— KA (@KAakureyri) December 5, 2018