Fótbolti

Sögulegur styrkur til kvennafótboltans í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun vonandi njóta góðs af styrk Visa.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun vonandi njóta góðs af styrk Visa. Vísir/Getty
Kreditkortafyrirtækið Visa hefur gert nýjan og sögulegan samning við Knattspyrnusamband Evrópu.

Visa verður nú fyrsta fyrirtækið sem verður einkastyrktaraðili kvennafótboltans innan UEFA eða Knattspyrnusambands Evrópu.

Visa skrifaði undir sjö ára samning við Knattspyrnusamband Evrópu í dag.





Kreditkortafyrirtækið verður aðalsamstarfsaðili UEFA í kringum bæði Meistaradeild kvenna og Evrópukeppni kvenna.

Nadine Kessler, yfirmaður kvennafótboltans hjá UEFA, segir að þetta séu mikil tímamót og enn einn merki áfanginn fyrir kvennafótboltann og sýndi það og sannaði hversu mikið kvennafótboltinn hefði stækkað.

Visa mun einnig vera styrktaraðili úrslitakeppna 17 ára og 19 ára landsliða sem kom Futsal keppni kvenna.

Samingurinn nær allt til ársins 2025 eða út tvær næstu Evrópukeppnir kvenna í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×