Handbolti

Svíar töpuðu gegn Svartfjallalandi og eru í erfiðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svíarnir fyrir einn leikinn á EM.
Svíarnir fyrir einn leikinn á EM. mynd/ehf
Svíar urðu af mikilvægum stigum er Svíar töpuðu naumt, 30-28, gegn Svartfjallalandi í milliriðli á EM kvenna í handbolta sem spilað er í Frakklandi.

Afar mikið var skorað í fyrri hálfleik og voru Svartfellingar þremur mörkum yfir í hálfleik 18-14. Aldrei náðu Svíarnir að koma til baka og tveggja marka sigur Svartfellinga staðreynd.

Leikurinn var liður í milliriðla eitt og eru nú Svíarnir í afar erfiðri stöðu um að komast upp úr milliriðlinum. Bæði Svíþjóð og Svartfjallaland eru með tvö stig í riðlinum.

Markahæst Svía var þeirra besti og frægasti leikmaður, Isabelle Gullden, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Jamina Roberts og Hanna Blomstrand skoruðu fjögur hvor.

Í liði Svartfellinga var það Jovanka Radicevic sem Svíarnir réðu ekkert við. Hún skoraði níu mörk úr fjórtán skotum en Majda Mehmedovic bætti við sjö mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×