Svöruðu tapi í fyrstu tveimur leikjunum með lengstu sigurgöngunni í sex ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2018 16:45 Bryndís Guðmundsdóttir. Vísir/Daníel Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012) Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur er á mikilli siglingu í körfuboltanum en liðið vann sinn níunda sigurleik í röð á móti Haukum í gærkvöldi. Keflavík vann leikinn 97-88 og hefur þar með unnið alla leiki sína í Domino´s deild kvenna frá og með 17. október eða alla leiki sína undanfarna 52 daga. Tímabilið, það fyrsta undir stjórn Jóns Guðmundssonar, byrjaði ekki vel því Keflavíkurstelpurnar töpuðu tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Stjörnunni og Snæfelli. Keflavík tapaði 87-75 á móti Snæfelli í Stykkishólmi 6. október síðastliðinn en hefur síðan unnið öll hin sjö lið deildarinnar og gott betur. Þessi slæma byrjun kom mörgum á óvart en Keflavíkurkonur voru fljótar að yfirvinna mótlætið og komast á fullt skrið. Þetta er nú orðin lengsta sigurganga Keflavíkurstelpnanna í sex ár eða síðan að liðið vann fjórtán sigurleiki í röð í deildinni frá október og fram í desember árið 2012. Bandaríski bakvörðurinn Brittanny Dinkins var með þrennu á móti Haukum í gær (34 stig, 10 fráköst, 11 stoðsendingar) en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hún er með yfir 43 í framlagi. Dinkins fékk 49 í framlag fyrir leikinn í gærkvöldi því auk þrennunnar var hún líka með 5 stolna bolta. Þetta var fyrsta þrenna Dinkins á leiktíðinni en hana vantaði aðeins eitt frákast í þrennuna í leiknum á undan og var líka aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni í fyrsta sigurleik liðsins á tímabilinu sem var á móti Skallagrími í október. Reynsluboltinn Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig og 9 fráköst á móti Haukum í gær en hún var að hækka stigaskor sitt í þriðja leiknum í röð. Embla Kristínardóttir átti líka sinn besta leik í vetur með 15 stig og 20 framlagsstig.Lengstu sigurgöngur Keflavíkurkvenna á hverju tímabili undanfarin sjö tímabil: 2018-19: 9 sigurleikir í röð (17. október 2018 - enn í gangi) 2017-18: 6 sigurleikir í röð (1. nóvember - 6. desember 2017) 2016-17: 7 sigurleikir í röð (18. febrúar - 21. mars 2017) 2015-16: 2 sigurleikir í röð (7. - 11. nóvember 2015) 2014-15: 8 sigurleikir í röð (15. október - 29. nóvember 2014) 2013-14: 7 sigurleikir í röð (9. október - 3. nóvember 2013) 2012-13: 14 sigurleikir í röð (3. október - 12. desember 2012)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira