Óttast um líf sitt eftir að hafa orðið fyrir taugaeitrinu í Salisbury Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2018 14:24 Lögreglumaður á vettvangi eftir að Rowley og Sturgess komust í snertingu við taugaeitrið. Vísir/Getty Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok sem talið er hafa verið notað til að reyna að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury óttast að hann verði látinn innan tíu ára. Hann segist eiga erfitt með gang og sjón. Tæpum fjórum mánuðum eftir að Sergei Skrípal og dóttir hans Júlía fundust meðvitundarlítil á bekk í bænum Salisbury á Englandi fyrr á þessu ári veiktust Charlie Rowley og Dawn Sturgess heiftarlega af völdum sama taugaeiturs. Sturgess lést á sjúkrahúsi í júlí. Rowley segir við breska blaðið Sunday Mirror að þó að hann sé laus af sjúkrahúsi telji hann sig ekki óhultan. „Ég er dauðhræddur við framtíðina. Læknar vita einfaldlega ekki hver langtímaáhrifin gætu orðið,“ segir Rowley sem er 45 ára gamall. Hann segist einn örfárra í heiminum sem hafi lifað það af að komast í snertingu við sovéska taugaeitrið. Veikindin hafi lagst þungt á hann. Hann óttist að eitrið gæti dregið hann til dauða fái hann svo mikið sem kvefpest. Hann hafi íhugað sjálfsvíg og hafi engan stuðning fengið frá yfirvöldum, að því er BBC hefur upp úr viðtalinu við Sunday Mirror. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða Skrípalfeðginin af dögum með eitrinu. Því hafa Rússar harðneitað. Lögreglan telur að Rowley og Sturgess hafi ekki verið skotmörk heldur hafi þau komist í snertingu við afganginn af eitrinu sem morðingjarnir hafi losað sig við af skeytingarleysi.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32 Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44 Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Kennsl borin á annan meintan tilræðismann Skrípal Báðir mennirnir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa eitrað fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. 9. október 2018 07:32
Lögreglumaður sem varð fyrir Novichok eitrun missti allt og segir áfallið mikið Nick Bailey var sendur á vettvang eftir að eitrað var fyrir Skripal feðginunum og mengað heimili sitt óafvitandi. 22. nóvember 2018 19:44
Yfirmaður leyniþjónustu rússneska hersins látinn Igor Korobov tók við embættinu árið 2016 og er sagður hafa látið lífið í gær eftir glímu við "alvarlegan og langvinnan sjúkdóm“. 22. nóvember 2018 08:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent