Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. desember 2018 17:03 Hildur Þórðardóttir lyfjafræðingur markaðsstjóri var í verslunarleiðangi í Parísarborg þegar hún lokaðist inni á bar, upplifði sársaukann sem fylgir táragasi og varð vitni að stærstu mótmælum fjöldahreyfingarinnar sem kennir sig við gul öryggisvesti. Laugardagurinn í París einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglunnar og mótmælenda. Skemmdarverk voru unnin víðs vegar um borgina og lögreglan beitti táragasi. Hildur dvelur um helgina hjá vinkonu sinni sem býr í lítilli hliðargötu við breiðgötuna Champs-Elysees. Þrátt fyrir að flestir kaupmenn hafi skellt í lás í gær til að koma í veg fyrir innbrot og skemmdir vegna mótmælanna fundu þær veitingastað sem var opinn. Þær pöntuðu sér kampavín og osta og voru búnar að vera á veitingastaðnum í hálftíma þegar járnhurð sígur niður og gestirnir lokast inni á veitingastaðnum.Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda.Vísir/APSkyndilega virðist reykur koma frá loftræstikerfinu sem reyndist síðan vera táragas. „Við héldum kannski að þetta væri reykur sem kæmi utan frá en svo byrjar fólk að taka fyrir vitin; munn og augu og setja treflana upp og við spyrjum okkur hvað sé í gangi.“ Það var þó ekki um að villast þegar áhrif táragassins komu fram. „Okkur byrjar að svíða í munninum og öndunarveginum og svo byrjar fólk að panikka þarna inni og allir álpast innst inn á veitingastaðnum og frá hurðinni og spyrja hvernig þeir komist út.“ Hildur og vinkona hennar voru fastar inni á veitingastaðnum í hálftíma þar til nokkrir gestir vildu ólmir komast út. Kona sem vann á veitingastaðnum sagði að hægt væri að komast út í gegnum eldhúsið bakdyramegin og ákváðu þær að láta slag standa enda var stutt að ganga heim. Þegar þær komust loks út af veitingastaðnum og virtu fyrir sér umhverfið brá þeim. „Þetta var eins og í Handmaid's tale. Þetta var bara svo dautt. Það var margt fólk og allir voru í þessum gulu vestum en þetta var allt eitthvað svo sorglegt. Allt var lokað og búið að brjóta glugga og margir búðareigendur búnir að setja spónarplötur fyrir gluggana,“ segir Hildur sem lýsti París í mótmælaham sem draugabæ. „Við ætluðum fyrst að labba að Champs Elysees og kíkja hvernig þetta var en það var bara allt í reyk og svo finnur maður bara að þetta er ekki reykur, þetta er táragas og maður getur ekkert gert. Það er úði í loftinu og leggst allt á þig, í augu og nef og svona og manni byrjar bara aftur að svíða í augunum og lungunum og þá ákváðum við að hætta að forvitnast og drífa okkur bara heim,“ segir Hildur. Hildur og vinkona hennar urðu vitni að einum stærstu mótmælum sem haldin hafa verið. Hún heyrði sprengjuhvelli, sírenuvæl og í þyrlunni sem sveimaði fyrir ofan. „Maður er ótrúlega varnarlaust. Þetta var mjög óþægileg upplifun“ Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir og 1.220 eru enn í haldi lögreglu. Í upphafi beindust mótmælin að hækkuðum álögum á eldsneyti og var spjótum einkum beint að Frakklandsforseta. Mótmælin hafa aftur á móti undið upp á sig og kröfurnar þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar forsetans. Mótmælendur krefjast þess að forsetinn segi af sér en hann er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum. Frakkland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Hildur Þórðardóttir lyfjafræðingur markaðsstjóri var í verslunarleiðangi í Parísarborg þegar hún lokaðist inni á bar, upplifði sársaukann sem fylgir táragasi og varð vitni að stærstu mótmælum fjöldahreyfingarinnar sem kennir sig við gul öryggisvesti. Laugardagurinn í París einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglunnar og mótmælenda. Skemmdarverk voru unnin víðs vegar um borgina og lögreglan beitti táragasi. Hildur dvelur um helgina hjá vinkonu sinni sem býr í lítilli hliðargötu við breiðgötuna Champs-Elysees. Þrátt fyrir að flestir kaupmenn hafi skellt í lás í gær til að koma í veg fyrir innbrot og skemmdir vegna mótmælanna fundu þær veitingastað sem var opinn. Þær pöntuðu sér kampavín og osta og voru búnar að vera á veitingastaðnum í hálftíma þegar járnhurð sígur niður og gestirnir lokast inni á veitingastaðnum.Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda.Vísir/APSkyndilega virðist reykur koma frá loftræstikerfinu sem reyndist síðan vera táragas. „Við héldum kannski að þetta væri reykur sem kæmi utan frá en svo byrjar fólk að taka fyrir vitin; munn og augu og setja treflana upp og við spyrjum okkur hvað sé í gangi.“ Það var þó ekki um að villast þegar áhrif táragassins komu fram. „Okkur byrjar að svíða í munninum og öndunarveginum og svo byrjar fólk að panikka þarna inni og allir álpast innst inn á veitingastaðnum og frá hurðinni og spyrja hvernig þeir komist út.“ Hildur og vinkona hennar voru fastar inni á veitingastaðnum í hálftíma þar til nokkrir gestir vildu ólmir komast út. Kona sem vann á veitingastaðnum sagði að hægt væri að komast út í gegnum eldhúsið bakdyramegin og ákváðu þær að láta slag standa enda var stutt að ganga heim. Þegar þær komust loks út af veitingastaðnum og virtu fyrir sér umhverfið brá þeim. „Þetta var eins og í Handmaid's tale. Þetta var bara svo dautt. Það var margt fólk og allir voru í þessum gulu vestum en þetta var allt eitthvað svo sorglegt. Allt var lokað og búið að brjóta glugga og margir búðareigendur búnir að setja spónarplötur fyrir gluggana,“ segir Hildur sem lýsti París í mótmælaham sem draugabæ. „Við ætluðum fyrst að labba að Champs Elysees og kíkja hvernig þetta var en það var bara allt í reyk og svo finnur maður bara að þetta er ekki reykur, þetta er táragas og maður getur ekkert gert. Það er úði í loftinu og leggst allt á þig, í augu og nef og svona og manni byrjar bara aftur að svíða í augunum og lungunum og þá ákváðum við að hætta að forvitnast og drífa okkur bara heim,“ segir Hildur. Hildur og vinkona hennar urðu vitni að einum stærstu mótmælum sem haldin hafa verið. Hún heyrði sprengjuhvelli, sírenuvæl og í þyrlunni sem sveimaði fyrir ofan. „Maður er ótrúlega varnarlaust. Þetta var mjög óþægileg upplifun“ Tæplega 1.700 mótmælendur voru handteknir og 1.220 eru enn í haldi lögreglu. Í upphafi beindust mótmælin að hækkuðum álögum á eldsneyti og var spjótum einkum beint að Frakklandsforseta. Mótmælin hafa aftur á móti undið upp á sig og kröfurnar þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu ríkisstjórnar forsetans. Mótmælendur krefjast þess að forsetinn segi af sér en hann er sagður hafa í hyggju að ávarpa mótmælendur á næstu dögum.
Frakkland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent