Sverrir: Ég er mjög ánægður með sigurinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. desember 2018 21:29 Sverrir var kampakátur í leikslok vísir/ernir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum. Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum kampakátur með góðan sigur sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er mjög ánægður með leikinn og sigurinn. Menn gerðu vel það sem við erum búnir að vera tala um og vera reyna að vinna í á æfingum. Við verðum að taka það góða úr þessum leik og halda áfram að bæta í,“ sagði Sverrir. Dominos-deildin hófst aftur eftir landsleikjahlé en Sverrir segir að það hafi verið kostir og gallar að fá fríið á þessum tímapunkti en Keflvíkingar voru búnir að vera slappir fyrir frí. „Já og nei. Það er hundleiðinlegt eftir lélegan leik að fá ekki að spila í tvær vikur. En ég tel okkur hafa nýtt fríið vel í að vinna í okkar hlutum. Við gerðum vel í kvöld. Þetta er alltaf þannig að maður má ekki halda það að allt sé frábært og að þetta sé komið þótt svo þú vinnir einn góðan sigur.“ Aðspurður hverjar áherslurnar voru í fríinu, var það sóknarleikurinn sem var efst í huga Sverris. „Til dæmis unnum við mikið í sóknarleiknum okkar, hreyfa boltann betur og hreyfa okkur betur án bolta og detta ekki bara í það að gefa bara á Craion undir körfunni og vera svo bara eins og áhorfendur hinir fjórir.“ Reggie Dupree var ekki í leikmannahópi Keflvíkinga í kvöld vegna meiðsla en Sverrir býst við honum klárum í næsta leik liðsins. „Hann var tæpur fyrir Haukaleikinn aftan í læri og tognaði í honum. Hann er bara ekki orðinn nógu góður þannig við þorðum ekki að taka séns með hann. Vona að hann verði kominn í næsta leik.“ Ágúst Orrason kom inn í byrjunarlið Keflavíkur í stað Reggie en hann hefur ekki verið að fá margar mínútur í síðustu leikjum. Sverrir var ánægður með hans innkomu í kvöld. „Ég þurfti auðvitað að setja einhvern inn fyrir Reggie. Gústi er búinn að vera flottur á undanförnum æfingum og er auðvitað með betri skyttum á landinu þegar hann hitnar.“ Keflavík byrjaði af gríðarlegum krafti í kvöld og fyrsti leikhluti liðsins er að mati undirritaðs einhver sá besti hjá Keflvíkingum í vetur. Sverrir var sammála því. „Já algjörlega. Það var eiginlega allt sem gekk vel, við vorum að hitta vel, góð hreyfing á bolta og vörnin frábær. Ég verð að vera sammála því.“ Gríðarleg stemmning var í liði Keflvíkinga eftir töluvert andleysi í síðustu leikjum. Stemmningin hófst strax í upphitun og smitaði svo frá sér í leiknum sjálfum. „Já við leggjum alltaf upp með það. Það var mikill hugur í strákunum, búnir að bíða í tvær vikur eftir að spila eftir tapið gegn Haukum.
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum