Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld sló Brynjar Þór Björnsson Íslandsmet er hann skoraði sextán þrista fyrir Tindastól í stórsigri á Blikum í Dominos-deild karla í kvöld.
Brynjar Þór skoraði sextán þrista og bætti þar með 27 ára gamalt met Franc Booker. Metið var frá árinu 1991 en Brynjar bætti það í kvöld.
Uppaldi KR-ingurinn var funheitur gegn svæðisvörn Blika og af þeim 31 þristum sem hann skaut fóru sextán ofan í. Hann skoraði að endingu 48 stig í leiknum.
Þristasýninguna frá Brynjari má sjá hér að neðan.
Sjáðu þriggja stiga sýningu Brynjars er hann bætti Íslandsmetið
Tengdar fréttir

Brynjar bætti Íslandsmet: „Stórkostleg tilfinning“
27 ára gamalt met sem Brynjar sló í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 82-117 | Brynjar með 48 stig gegn Blikum
Brynjar Þór Björnsson var sjóðandi heitur í kvöld.