Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. nóvember 2018 07:30 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sem er fremst á myndinni segir að skýrslan sýni að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hafi verið réttmætar. Þá séu niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00