Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Sveinn Arnarsson skrifar 20. nóvember 2018 06:15 Jim Ratcliffe. vísir/getty Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt og mjög veglegt veiðihótel við Selá. Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku. Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti. Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði hefur verið fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson. Jóhannes var viðskiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons í byrjun aldarinnar. Jóhannes átti einkahlutafélagið Grænaþing sem átti rúmlega helminginn, 52,67 prósent, í veiðifélaginu Streng. Jóhannes selur allt hlutaféð til Ratcliffes. Ratcliffe átti fyrir 34 prósent í veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Hagnaður Strengs í fyrra nam einni milljón króna samkvæmt ársreikningi. Þar kemur einnig fram að eignir félagsins séu um 955 milljónir króna og eigið fé um 400 milljónir. Við Kaup Ratcliffes á öllum eignarhlut Jóhannesar í Grænaþingi eignast hann sem sagt hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopnafirði en þær voru um 30 fyrir. Grænaþing á helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, fimmtung í Hauksstöðum og 42,86 prósenta hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum. Heimamenn eystra hafa áður lýst því hvernig tilraunir breska auðkýfingsins til að kaupa jarðir á svæðinu hafi framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila. Ekki náðist í Jóhannes Kristinsson við vinnslu fréttarinnar og því er ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratcliffes. Ekki er heldur vitað hver verðmiðinn á Grænaþingi ehf. var í þessari sölu. Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum, hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni. Með þessum kaupum á auðjöfurinn 86,67 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða að öllu leyti. Einnig nýlegt og mjög veglegt veiðihótel við Selá. Tilkynnt var um kaupin á fundi í veiðifélaginu í síðustu viku. Gísli Stefánsson, framkvæmdastjóri Strengs, staðfesti að þetta hefði átt sér stað en vildi að öðru leyti ekki ræða þessi viðskipti. Jim Ratcliffe hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði hefur verið fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson. Jóhannes var viðskiptafélagi Pálma Haraldssonar í Fons í byrjun aldarinnar. Jóhannes átti einkahlutafélagið Grænaþing sem átti rúmlega helminginn, 52,67 prósent, í veiðifélaginu Streng. Jóhannes selur allt hlutaféð til Ratcliffes. Ratcliffe átti fyrir 34 prósent í veiðifélaginu Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Hagnaður Strengs í fyrra nam einni milljón króna samkvæmt ársreikningi. Þar kemur einnig fram að eignir félagsins séu um 955 milljónir króna og eigið fé um 400 milljónir. Við Kaup Ratcliffes á öllum eignarhlut Jóhannesar í Grænaþingi eignast hann sem sagt hlut í enn fleiri jörðum en hann hefur áður átt í Vopnafirði en þær voru um 30 fyrir. Grænaþing á helminginn í jörðinni Fremri-Nýp, fimmtung í Hauksstöðum og 42,86 prósenta hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum. Heimamenn eystra hafa áður lýst því hvernig tilraunir breska auðkýfingsins til að kaupa jarðir á svæðinu hafi framkallað deilur innan fjölskyldna um hvort selja eigi jarðirnar eða ekki. Oftar en ekki hafi lögfræðiskrifstofur eða fasteignasölur sent eigendum jarða kauptilboð frá ónefndum erlendum aðila. Ekki náðist í Jóhannes Kristinsson við vinnslu fréttarinnar og því er ekki vitað nákvæmlega hversu margar jarðir hafi skipt um hendur milli hans og Ratcliffes. Ekki er heldur vitað hver verðmiðinn á Grænaþingi ehf. var í þessari sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03