Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 13:04 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. Fréttablaðið/ernir Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag. Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag.
Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00