Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 20:07 Heiðveig María Einarsdóttir. Vísir/Vilhelm Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Kjörstjórn Sjómannafélags Íslands hefur metið framboð Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar Sjómannafélagsins, B-lista, ólögmætt. Framboð A-lista, sem er framboð núverandi stjórnar Sjómannafélagsins var því sjálfkjörið. Þetta kemur fram í fundargerð á vef sambandsins.Nokkrar ástæður eru nefndar fyrir því að framboðinu hafi verið hafnað. Einungis hafi verið lagður fram listi til stjórnar og varastjórnar en ekki til stjórnar matsveinadeildar eða trúnaðarmannaráðs. Kjörstjórnin telur það gegn lögum félagsins. Þá segir að Heiðveig, sem er frambjóðandi til stjórnar félagsins, sé hvorki félagsmaður né uppfylli hún skilyrði um kjörgengi þar sem hún hafi ekki greitt í félagið í minnst þrjú ár. Heiðveigu var vikið úr Sjómannafélaginu í lok október. Hún hefur þó stefnt félaginu fyrir félagsdómi vegna þessa. Enn fremur segir að minnst þrír af 111 á meðmælaskrá hafi ekki verið í félaginu og þar af auki hafi frambjóðendur sjálfir sett nöfn sín á skrána og það sé gegn lögum félagsins. Það leiði til þess að fjöldi meðmæla nái ekki hundrað. „Af öllum framangreindum ástæðum leiðir, að framboð B-lista til stjórnar í félaginu uppfyllir ekki skilyrði laga félagsins til mótframboðs og telst listinn því ekki vera lögmætur. Þar sem aðeins einn lögmætur listi, A-listi stjórnar félagsins, hefur borist til stjórnar, trúnaðarmannaráðs og matsveinadeildar, sbr. c-liður 5. mgr. 16. gr. laga félagsins, úrskurðar kjörstjórn að þeir menn sem þar eru tilnefndir teljast vera sjálfkjörnir í stjórn félagsins, stjórn matsveinadeildar og trúnaðarmannaráð, til samræmis við önnur ákvæði laga félagsins,“ segir í fundargerð Sjómannafélagsins.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00 Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30 Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 6. nóvember 2018 07:00
Heiðveig þarf ekki að leggja fram málskostnaðartryggingu Fjölskipaður félagsdómur kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur beri ekki að leggja fram tryggingu fyrir málskostnaði líkt og Sjómannafélag Íslands fór fram á. 19. nóvember 2018 19:30
Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Átökum innan Sjómannafélags Íslands hvergi nærri lokið. 19. nóvember 2018 12:15
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06