Deutsche Bank flæktur í sama peningaþvættishneyksli og Danske Helgi Vífill Júlíusson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Deutsche segir að samstarfinu við Danske hafi verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. nordicphotos/getty Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. Þetta herma heimildir The Wall Street Journal. Talsmaður Deutsche Bank sagði að hlutverk bankans í viðskiptunum hefði verið að annast millifærslur fyrir Danske Bank. Samstarfinu hefði verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. Niðurstöðurnar eru hvorki endanlegar né hafa þær verið gerðar opinberar. Bankinn hefur verið að reyna að leggja mat á með hvaða hætti hann tengdist peningaþvættinu. Málið varðar fjármagn sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, tók þátt í að þvætta frá Rússlandi. Bandarísk löggæsluyfirvöld eru að rannsaka útibú Danske Bank í Eistlandi þar sem yfir 230 milljarðar runnu um reikninga þeirra sem ekki eru eistneskir. Fjárfestar hafa áhyggjur af afleiðingum hneykslisins á rekstur Danske Bank og hafa bréfin lækkað um helming á þessu ári. Burt séð frá þeim vanda hafa þeir enn fremur áhyggjur af arðsemi bankans í víðara samhengi. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bráðabirgðarannsókn bendir til að um 150 milljarðar Bandaríkjadollara hafi farið um Deutsche Bank í tengslum við peningaþvætti sem Danske Bank er flæktur í. Þetta herma heimildir The Wall Street Journal. Talsmaður Deutsche Bank sagði að hlutverk bankans í viðskiptunum hefði verið að annast millifærslur fyrir Danske Bank. Samstarfinu hefði verið slitið árið 2015 þegar viðskiptavinir höguðu sér með grunsamlegum hætti. Niðurstöðurnar eru hvorki endanlegar né hafa þær verið gerðar opinberar. Bankinn hefur verið að reyna að leggja mat á með hvaða hætti hann tengdist peningaþvættinu. Málið varðar fjármagn sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, tók þátt í að þvætta frá Rússlandi. Bandarísk löggæsluyfirvöld eru að rannsaka útibú Danske Bank í Eistlandi þar sem yfir 230 milljarðar runnu um reikninga þeirra sem ekki eru eistneskir. Fjárfestar hafa áhyggjur af afleiðingum hneykslisins á rekstur Danske Bank og hafa bréfin lækkað um helming á þessu ári. Burt séð frá þeim vanda hafa þeir enn fremur áhyggjur af arðsemi bankans í víðara samhengi.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf