Rúmlega 100 milljónir enn ósóttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 10:24 Það er af sem áður var. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent