Handbolti

Ljónin töpuðu og fjórtán íslensk mörk í sigri West Wien

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lexi og félagar fögnuðu ekki í kvöld.
Lexi og félagar fögnuðu ekki í kvöld. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen tapaði á heimavelli fyrir Veszprém, 29-25, í A-riðil Meistardeildar Evrópu í handbolta.

Veszprém tók fljótlega forystuna og voru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Ljónin fóru illa með dauðafæri sín og að lokum höfðu Ungverjarnir betur, 29-25.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér ekki á strik í leiknum en þeir skoruðu sitt hvort markið og þurftu báðir fimm skot til.

Löwen, Veszprém og Vardar eru nú öll með tíu stig í A-riðlinum en Barcelona er með fjórtán stig á toppnum.

Íslendingaliðið West Wien unnu fjögurra marka sigur á Bregenz, 31-27, í austurrísku deildinni. Vínarbúar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18-16.

Íslendingarnir áttu góðan leik. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði sex mörk og þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Viggó Kristjánsson fjögur hvor.

Hannes Jón Jónsson er þjálfari West Wien sem er í fjórða sæti austurrísku deildarinnar.

Sænsku meistararnir í Kristianstad fengu skell á útivelli gegn Alingsås, 33-23, eftir að staðan hafi verið 14-9 í hálfleik.

Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad, Teitur Örn Einarsson þrjú og Arnar Freyr Arnarsson eitt.

Kristianstad er þó enn á toppnum með átján stig en Alingsås er í öðru sætinu stigi á eftir. Meistararnir eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×