May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Theresa May í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30