Ríkjandi bikarmeistarar í Danmörku, Bröndby, eru komnir í átta liða úrslitin eftir öruggan 4-1 sigur á C-deildarliði Marienlyst.
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en þeir voru komnir í 3-0 eftir átján mínútur.
Malmö er komið áfram í þriðju umferð sænska bikarsins en Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður í 2-0 sigri á C-deildarliði Lunds.
Kristján Flóki Finnbogason spilaði í 70 mínútur er Brommapojkarna vann 1-0 sigur á Eskilstuna í fyrri leiknum um laust sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
Liðin mætast aftur á sunnudaginn og með sigri eða jafntefli heldur Brommapojkarna sæti sínu í Allsvenskunni, efstu deildinni í Svíþjóð.
Arnór Ingvi og Hjörtur áfram í bikarnum | Flóki og félagar skrefi nær úrvalsdeildinni
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti






Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn
Fleiri fréttir
