Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 23:04 John Allen Chau er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður.
Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05