Ólafía fær mögulega að spila á tæplega þriðjungi LPGA-mótanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær líka að spila eitthvað áfram á LPGA-mótaröðinni. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi á næsta ári, sterkustu mótaröð heims, eins og hún var með í ár. Ólafía náði ekki eftir að fylgja frábæru fyrsta ári sínu á LPGA-mótaröðinni en hún er í kringum 200. sætið á stigalista LPGA en aðeins 148 efstu eru með fullan keppnisrétt, að því fram kemur á vefnum golf.is. Þar segir að talsverðar líkur eru á því að Ólafía Þórunn fái að spila á um það bil sjö til tíu mótum, samkvæmt upplýsingum vefjarins, en það er tæplega þriðjungur mótananna á LPGA. Alls voru 33 mót á mótaröðinni í ár en þeim verður fjölgað á næsta ári og verðlaunaféð hærra á fleiri mótum. Þar sem að spilað verður á fleiri mótum má búast við því að fleiri kylfingar sleppi mótum við og við til að hvíla sig en þá opnast möguleikar fyrir þá sem eru lægra skrifaðir eins og Ólafía. Samhliða því að reyna að spila á eins mörgum mótum á LPGA og hægt er verður Ólafía Þórunn með á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum.
Golf Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira