Kostnaður við nýja vitann stefnir fram úr áætlun og borgin viðurkennir mistök Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 12:30 Frá framkvæmdasvæði Vitans sem mun standa við Sæbraut. Vísir/Vilhelm Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira