Kostnaður við nýja vitann stefnir fram úr áætlun og borgin viðurkennir mistök Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 12:30 Frá framkvæmdasvæði Vitans sem mun standa við Sæbraut. Vísir/Vilhelm Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Nýi innsiglingarvitinn við Sæbraut stefnir 50 til 75 milljónum fram úr áætlun. Í upphafi var áætlaður kostnaður við vitann 75 milljónir króna en í svari Reykjavíkurborgar segir að það hafa verið mistök og áætlaður kostnaður hafi verið 100 milljónir króna. Skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds segir í svari við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að áætlaður heildarkostnaður verkefnisins sé 150 milljónir króna. Hækkunin sé tilkomin vegna hærra tilboðs en áætlun gerði ráð fyrir auk vanáætlunar og aukins umfangs við landfyllingu, grjótvarnir, gerð hjáleiða og fleira. Vitinn á að koma í stað sjómannaskólavitans. Reykjavíkurborg greiðir fyrir undirstöður vita, lagnavinnu, uppsteypu og frágang á útsýnispalli, lýsingu og aðlögun að núverandi stígagerð. Þá greiðir Reykjavíkurborg fyrir þann hluta framkvæmda við landfyllingu og grjótvörn sem er umfram 25 milljóna króna hlut Faxaflóahafna.Átti að ljúka sumar en frestast fram á vor Framkvæmdir við vitann hófust í febrúar og átti þeim að ljúka í júní síðastliðnum. Framkvæmdir hafa hins vegar gengið nokkuð hægar en gert var ráð fyrir. Í svari skrifstofustjórans kom kemur fram að landgerð og grjótröðun hafi tekið lengri tíma en áætlað var og nokkur töf varð á því að gengið var til samninga að undangengnu útboði í uppsteypu, frágang og fleira. Stefnt er að því að Vitinn og handrið verði sett upp um miðjan desember næstkomandi en fullnaðar frágangur svæðisins bíður næsta vors. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar skilaði inn samantekt á reikningum vegna framkvæmdanna þann nítjánda nóvember síðastliðinn en þar kom fram að samkvæmt stöðu í bókhaldi Reykjavíkurborgar hafa 96 milljónir króna verið gjaldfærðar vegna verkefnisins. Áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er 150 milljónir en var 100 milljónir þegar lagt var af stað með framkvæmdina. Faxaflóahafnir greiða svo 25 milljónir króna vegna landfyllingar og grjótvarna auk þess að greiða fyrir smíði vitahúss, ljósabúnað og fleira. Á nýi vitinn að vera með sama útlit og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.Frestuðu málinu Taka átti svarið við fyrirspurn Vigdísar fyrir á fundi borgarráðs í gær en meirihlutinn samþykkti að fresta málinu. Vigdís lét bóka að það sé ekki boðlegt að meirihlutinn geti knúið fram frestun á málum sem eru þeim óþægileg, sér í lagi ef um bókanir er að ræða sem snúa að viðbrögðum við svörum sem berast frá borginni. Meirihlutinn í borgarráði taldi fulla ástæðu til að fara yfir framlögð gögn með þeim sem besta þekkja til að koma í veg fyrir misskilning og mistúlkun á þeim. Það verði gert á næsta fundi borgarráðs. „Það er á ábyrgð hvers borgarfulltrúa að undirbúa sig fyrir fundi borgarráðs. Það getur ekki verið á ábyrgð áheyrnarfulltrúa Miðflokksins að fulltrúar meirihlutans hafi ekki undirbúið sig meira en raun ber vitni og misskilji og mistúlki málin,“ bókaði Vigdís að lokum.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:50 með nýrri fyrirsögn og var upplýsingum um þá upphæð sem hefur verið gjaldfærð vegna verkefnisins í bókhaldi borgarinnar.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira