Pétur: Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarliðið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 23. nóvember 2018 22:19 Pétur Ingvarsson er þjálfari Blika. vísir/skjáskot/s2 „Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.” Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Sjá meira
„Annað hvort eru þeir besta sóknarlið á landinu eða við versta varnarlið á landinu. Það er hugsanleg ástæða fyrir því að við töpum en ég veit ekki hvort það er,” sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Breiðablik eftir leik kvöldsins. Snorri Hrafnkelsson byrjunarliðsmaður hjá Blikum var ekki með í kvöld en hann fékk heilahristing. Valsmenn voru töluvert betri undir körfunni í kvöld og ætli það hafi ekki vantað Snorra. „Hann er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur í allan vetur. Hann er kannski búinn að vera okkar jafnbesti maður hingað til. Það eru hinsvegar meiðsli í þessu og menn verða að vera undirbúnir fyrir það. Hann var ekki með í kvöld en það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn hefði farið ef hann hefði verið með í kvöld. Það minnkið muninn eftir að þið farið í svæðisvörn í þriðja leikhluta. Sérðu eftir því að hafa ekki farið fyrr í svæðisvörnina? „Við náðum ekkert að stoppa þá maður á mann. Þeir eru með góðar skyttur og ef við hefðum verið í svæðisvörn lengur svo þeir hefðu örugglega getað skotið okkur í kaf þannig líka. Ég veit það ekki, þetta er ómögulegt að segja. Við vorum líka klaufalegir í sókn oft og fengum fullt af tækifærum til að skora sem við nýttum ekki og það er kannski meira einbeitingarleysi í þessu. Ég var að vona að við hefðum komið aðeins öflugri inn í þennan leik. Þetta var náttúrulega mjög mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er bara áfram gakk og við verðum að reyna að taka eitthvað úr þessu og reyna að bæta okkur.” Þegar Kendall fékk boltahindranir létuð þið stóra manninn mæta honum á vítalínunni. Þegar þú lítur tilbaka værir þú til í að breyta þessari taktík? „Þetta er bara það sem við erum búnir að vera æfa uppá síðkastið. Þetta er okkar boltahindrunarvörn og hún virkaði í síðasta leik og hún virkaði illa í þessum leik svo það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða betur. Við erum búnir að vera að lenda í vandræðum með stóra menn þegar þeir eru að rúlla inn. Við vorum eitthvað að reyna að loka fyrir það en þá bara opnast eitthvað annað. Maður verður að velja sér einhverskonar eitur í þessu og við erum einhvern veginn alltaf að velja vitlaust.” Munið þið breyta miklu taktísk í landsleikjahlénu? „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá er þetta ekki að virka hjá okkur. Við þurfum hugsanlega að skoða hvort við þurfum að breyta einhverri taktík. Bara eins og þetta með vörnina á boltahindranirnar. Möguleikum í sókninni, hvernig við ráðumst á andstæðingana sóknarlega. Það er bara margt sem við þurfum að skoða og það er í sjálfu sér allt undir í því. Það er annað hvort að láta þetta vera allt eins eða reyna að bæta einhverju við og reyna að auka möguleika okkar til að vinna fleiri leiki en einn af átta.” Þið eruð einungis með einn sigur eftir sjö leiki, ertu nokkuð hræddur við falldrauginn? „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ekki vel út. Bæði við og önnur lið hafa verið að breytast með mjög stuttum fyrivara. Það getur ýmislegt breyst í þessu. Við gætum fundið út hvernig á að spila vörn á boltahindranir, við gætum fundið út hvernig við getum skorað auðveldari körfur þannig að við skulum vona að þetta hlé hjálpi okkur eitthvað í þeirri vinnu.”
Dominos-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Sjá meira