Jón Dagur Þorsteinsson tryggði Vendsyssel jafntefli gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í dag er hann skoraði úr vítaspyrnu.
Jón Dagur hefur farið mikinn í liði Vendsyssel á leiktíðinni og var því að sjálfsögðu í byrjunarliði í dag en fyrir leikinn var Vendsyssel í neðsta sæti deilarinnar.
Eftir markalausann fyrri hálfleik byrjuðu gestirnir frá Esjberg seinni hálfleikinn betur og komust yfir á 54. mínútu með marki frá Lasha Parunashvili.
Um korteri seinna fengu liðsmenn Vendsyssel vítaspyrna. Á punktinn steig Jón Dagur og skoraði hann af öryggi og þar við sat, lokatölur 1-1.
Vendsyssel er nú í tólfta sæti deilarinnar með sextán stig á meðan Esjberg er í þriðja sæti með 26 stig.
Jón Dagur tryggði Vendsyssel jafntefli
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn