Helena hafði betur gegn Haukum í fyrsta leiknum með Val Anton Ingi Leifsson skrifar 25. nóvember 2018 21:09 Helena er hún skrifaði undir. vísir/vilhelm Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Nýliðar KR eru áfram á toppi Dominos-deildar kvenna eftir þrettán stiga sigur á Stjörnunni, 82-69, í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöld. KR byrjaði af miklum krafti og var tólf stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 26-14, en leiddi svo með sextán stigum er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 48-32. Stjarnan náði ágætis áhlaupi í síðari hálfleik en í raun var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokaniðurstaðan nokkuð þægilegur þrettán stiga sigur Vesturbæjarliðsins, 82-69. Orla O'Reilly skoraði 29 stig fyrir KR auk þess að taka ellefu fráköst. Kiana Johnson skoraði 22 stig, gaf sex stoðsendingar og fiskaði sjö villur. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir gerði tíu stig. Danielle Victoria Rodriguez var einu sinni sem oftar stigahæst í liði Stjörnunnar. Hún skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðesndingar. Næst komu Bríet Sif Hinriksdóttir og Maria Palacios með ellefu stig hvor. KR er með fjórtán stig á toppi deildarinnar ásamt Snæfell og Keflavík en Stjarnan er í fjórða sætinu með tíu stig. Keflavík burstaði einmitt Snæfell í stórleik kvöldsins en nánar má lesa um þann leik hér. Helena Sverrisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Val gegn sínu uppeldisfélagi Haukum í kvöld er Valsstúlkur unnu sextán stiga sigur, 88-72, í KFUM-slagnum á Hlíðarenda í kvöld. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en öflugur annar leikhluti skilaði Valsstúlkum forystunni í hálfleik, 47-34. Þær héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og unnu öruggan sextán stiga sigur. Stigahæst Valsstúlkna var Heather Butler með tuttugu stig en Helena gerði þrettán stig, gaf sex stoðsendingar og tók sjö fráköst. Valsstúlkur voru 25 stigum í plús með Helenu inn á vellinum. Liðsstyrkur og rúmlega það. Í liði Hauka var það LeLe Hardy sem bar upp sóknarleikinn. Hún skoraði 25 stig en næst kom Eva Margrét Kristjánsdóttir með ellefu stig. Haukarnir sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar eru með fjögur stig í næst neðsta sæti en Valur er nú í fimmta sætinu með átta stig, tveimur stigum á eftir Stjörnunni í fjórða sætinu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.Stjarnan-KR 69-82 (14-26, 18-22, 19-16, 18-18)Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/14 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 9/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 0/6 fráköst.KR: Orla O'Reilly 29/11 fráköst, Kiana Johnson 22/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 10, Vilma Kesanen 9, Ástrós Lena Ægisdóttir 5, Perla Jóhannsdóttir 4/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 3/6 fráköst.Valur-Haukar 88-72 (22-20, 25-14, 23-18, 18-20)Valur: Heather Butler 20, Ásta Júlía Grímsdóttir 13/9 fráköst, Helena Sverrisdóttir 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 11/4 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Simona Podesvova 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3.Haukar: LeLe Hardy 25/7 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 11/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/5 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7, Rósa Björk Pétursdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Magdalena Gísladóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira