B-lið íslenska kvennalandsliðsins tapaði þeim fyrri og gerði jafntefli í síðari leiknum gegn færeyska landsliðinu undir stjórn Ágústs Jóhannssonar í æfingarleik um helgina. Voru þetta fyrstu leikir færeyska landsliðsins eftir að Ágúst tók við liðinu.
Í fyrri leik liðanna á laugardaginn leiddu gestirnir með þremur mörkum í hálfleik og juku sífellt forskotið í seinni hálfleik í átta marka sigri, 25-17 fyrir Færeyjar.
Þegar liðin mættust á ný í gær var íslenska liðið aftur þremur mörkum undir í hálfleik en náði að komast inn í leikinn á ný með öflugum varnarleik.
Íslenska liðið jafnaði metin af vítalínunni með síðasta kasti leiksins í gær og var lokastaðan 21-21 eftir öflugan seinni hálfleik.

