Óvenju margar ábendingar frá neytendum vegna Svarta föstudagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 18:43 Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Getty/Burak Karademir Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu segir að Neytendastofu berist iðulega margar ábendingar frá neytendum í kringum útsölutímabil á Íslandi en óvenju margar ábendingar hafi borist stofnuninni í tengslum við útsöludaginn Svartan föstudag. Þetta segir Þórunn Anna í samtali við Reykjavík síðdegis. Ástæðan fyrir aukningunni gæti tengst gengisbreytingum að mati Þórunnar. Um helgina bar talsvert á því á því að neytendur kvörtuðu yfir því að verslanir hefðu hækkað verð í aðdraganda Svarta föstudagsins til þess eins að auglýsa téðar vörur á afsláttarverði. Breytingar á genginu getur verið réttlætanleg ástæða fyrir því að hækka verð en „það breytir því ekki að ef þú þarft að hækka verðið á vörunni þá er erfitt að auglýsa útsölu ef hún hefur aldrei verið seld á þessu hækkaða verði,“ segir Þórunn. Þórunn segir að margir neytendur séu vakandi fyrir þessu og ýmsir hefðu til dæmis fylgst með verði tiltekinna vara yfir þó nokkurt skeið til að ganga úr skugga um að ekki væru brögð í tafli. Neytendur hafi síðan ýmist tekið ljósmynd af verðmiðanum eða tekið skjáskot af verðinu og sent Neytendastofu ábendingu.Þórunn er sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu.Geta sektað fyrirtæki og bannað háttsemina Í þeim tilvikum sem kaupmenn gerast sekir um slík brot tekur Neytendastofa ákvörðun sem er síðan iðulega birt á heimasíðunni. Annað hvort er háttsemin bönnuð eða fyrirtækin sektuð, sérstaklega ef um ítrekuð brot er að ræða. Neytendastofa sendir fyrirtækjum bréf og óskar eftir sönnun fyrir því að vörurnar hafi raunverulega verið seldar á hinu hækkaða verði áður en til afsláttarins kom. Ef neytendur telja að kaupmenn hafi með framferði sínu brotið á neytendum er þeim bent á að senda inn ábendingu á vef stofnunarinnar. Ábendingum er einnig hægt að koma á framfæri í gegnum rafræna gátt sem og símleiðis. Þórunn segir að afar gott sé að senda gögn með ábendingum, eins og ljósmyndir eða skjáskot.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45 Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi Verslun fyrir jólin dreifist yfir lengra tímabil en áður. 21. nóvember 2018 19:45
Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Fjöldi verslana um allt land tók þátt í Svörtum föstudegi i dag og bauð afslátt í í tilefni dagsins. Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hafi á síðustu dögum hækkað verð á vörum og sett þær svo á afslátt í dag. 23. nóvember 2018 21:06