Bjarni Bjarnason sest aftur í forstjórastól Orkuveitu Reykjavíkur Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Bjarni Bjarnason tekur aftur við starfi forstjóra Orkuveitunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Sú úttekt sem nú hefur farið fram á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur bendir á ýmsar leiðir til að gera vinnustaðinn enn betri. Þótt úttektin staðfesti að innan Orkuveitunnar ríki góður starfsandi tekur stjórn OR þær ábendingar sem koma fram í úttektinni alvarlega og mun tryggja að við þeim verður brugðist með viðeigandi hætti.“ Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Á fundinum kynnti Helga Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra OR síðastliðna tvo mánuði, greinargerð sína um farveg þeirra ábendinga sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar. Bjarni Bjarnason, sem óskaði sjálfur eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastól á meðan rannsókn málsins færi fram, tekur aftur við forstjórastöðunni í dag. Þær ábendingar og umbætur sem kynntar voru á fundi stjórnarinnar lúta meðal annars að mannauðsmálum, stjórnarháttum, jafnréttismálum, ráðningar- og starfslokaferlum, áreitni og einelti. Þá var greint frá því í gær að stjórn Orku náttúrunnar hafi ákveðið að lengja uppsagnarfrest þeirra Bjarna Más Júlíussonar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur um tvo mánuði. Einnig hefur verið ákveðið að ekki verði neitt aðhafst af hálfu Orku náttúrunnar vegna tölvupóstsendinga Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, til stjórnenda fyrirtækisins.Sighvatur Arnmundsson Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
„Sú úttekt sem nú hefur farið fram á vinnustaðarmenningu og starfsmannamálum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur bendir á ýmsar leiðir til að gera vinnustaðinn enn betri. Þótt úttektin staðfesti að innan Orkuveitunnar ríki góður starfsandi tekur stjórn OR þær ábendingar sem koma fram í úttektinni alvarlega og mun tryggja að við þeim verður brugðist með viðeigandi hætti.“ Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var samhljóða á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Á fundinum kynnti Helga Jónsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra OR síðastliðna tvo mánuði, greinargerð sína um farveg þeirra ábendinga sem fram komu í úttektarskýrslu innri endurskoðunar. Bjarni Bjarnason, sem óskaði sjálfur eftir að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastól á meðan rannsókn málsins færi fram, tekur aftur við forstjórastöðunni í dag. Þær ábendingar og umbætur sem kynntar voru á fundi stjórnarinnar lúta meðal annars að mannauðsmálum, stjórnarháttum, jafnréttismálum, ráðningar- og starfslokaferlum, áreitni og einelti. Þá var greint frá því í gær að stjórn Orku náttúrunnar hafi ákveðið að lengja uppsagnarfrest þeirra Bjarna Más Júlíussonar og Áslaugar Thelmu Einarsdóttur um tvo mánuði. Einnig hefur verið ákveðið að ekki verði neitt aðhafst af hálfu Orku náttúrunnar vegna tölvupóstsendinga Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu, til stjórnenda fyrirtækisins.Sighvatur Arnmundsson
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira