„Maðurinn minn fór á fótboltaleik og kom aldrei til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 11:30 Liverpool leikmennirnir Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Vísir/Getty Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira