Feðgarnir voru til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. Þar var aðeins farið yfir hversu góður Petr Baumruk var á sínum tíma en mesta athygli fékk samtal feðganna í hálfleik á leik Hauka og ÍBV.
Logi Geirsson ræddi líka aðeins handboltasamband sitt við föður sinn og handboltagoðsögnina Geir Hallsteinsson.
„Þetta átti ekki að breytast í ættfræðiþátt en ég ætlaði bara að sýna ykkur þetta hér,“ sagði Tómas Þór Þórðarson og sýndi myndband af feðgunum Petr og Adam Hauki Baumruk ræða málin í hálfleik.
„Þetta er í hálfleik. Þægilegt fyrir Gunna Magg að vera með sérþjálfara,“ sagði Tómas.
Sebastian Alexandersson og Logi Geirsson reyndu svo að átta sig á því hvað pabbinn var að segja við strákinn sinn.
Adam Haukur Baumruk skoraði 7 mörk úr 10 skotum í leiknum.
Það má sjá allt innslagið með feðgunum hér fyrir neðan en þar eru líka sýnd tilþrif frá Adam í leiknum.