Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Fréttablaðið/ERNIR Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Íslenska þjóðin er sérstaklega viðkvæm gagnvart mögulegri atlögu að lýðræðislegum kosningum með misnotkun persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum, að mati Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. „Staðreyndin er sú að hér erum við með heila þjóð sem notar sama samfélagsmiðilinn. Níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum hér á landi notar sama samfélagsmiðilinn, Facebook,“ segir Helga sem lauk í vikunni fundaferð um landið ásamt helstu sérfræðingum Persónuverndar til að kynna nýja persónuverndarlöggjöf. Á fundum sínum um landið ræddi hún meðal annars þær áskoranir sem nýju lögunum er ætlað að ná utan um, þar á meðal þær hættur sem mikil vinnsla persónuupplýsinga stórfyrirtækja getur skapað lýðræðinu. „Fólk áttar sig ekki á því að allt sem við deilum með Facebook fer í gagnabanka og er rýnt. Hvort sem það eru óskir og þrár, draumar og vonir okkar sem við deilum, að mestu leyti á þessum eina samfélagsmiðli. Við þetta bætist svo kaupsagan og önnur nethegðun, kvikmyndasmekkur, tónlistarsmekkur og svo framvegis. Allt fer þetta í gagnabanka og svo fáum við tilboð frá aðilum sem við vissum ekki að væru að fylgjast með okkur, en tilboðin koma til okkar á grundvelli flókinna algríma sem við vitum ekki hvernig virka.“ Aðspurð segir Helga íslensku þjóðina sérstaklega viðkvæma sem heild; bæði vegna smæðar sinnar og hversu einsleit notkun samfélagsmiðla er hér á landi. Hún bendir á hvernig Cambridge Analytica fór að. „Þar var einn maður sem þróaði persónuleikaforrit og sannfærði 300 þúsund manns um að setja það upp hjá sér. Þessi fjöldi jafngildir í rauninni bara íslensku þjóðinni á Facebook,“ segir Helga og rifjar upp hvernig fyrirtækið komst yfir upplýsingar, ekki aðeins þessara notenda, heldur einnig vina þeirra þannig að í heildina náði fyrirtækið aðgangi að 87 milljónum einstaklinga um allan heim án þess að þeir vissu af því. „Unnið var með lækin og auglýsingar svo sendar á fólk nákvæmlega eftir hegðun þess og því hvernig fótspor það skildi eftir sig á internetinu. Þetta voru sömu upplýsingar og unnið var með til að hafa áhrif á hvernig fólk kaus í Brexit-kosningunni í Bretlandi,“ segir Helga. Aðspurð segir Helga að Persónuvernd velti fyrir sér starfsemi ákveðinna fyrirtækja á Íslandi, bæði í tengslum við framkvæmd kosninga og einnig hvað varðar markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla. Það er ýmislegt sem bendir til þess að slík starfsemi sé að færast í aukana hér á landi. Helga segir að mögulega þurfi að setja ákvæði í lög hér á landi um notkun persónuupplýsinga í aðdraganda kosninga. Persónuvernd hafi ákveðna anga af þessum málum til skoðunar. „Það verða engar kosningar eins hér eftir með tilkomu samfélagsmiðlanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Persónuvernd Tækni Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira