Segist hafa fengið skipanir úr stúkunni frá fyrrum formanni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 12:58 Ari á hliðarlínunni með Sköllunum. vísir/daníel þór „Það er ekkert hæft í því að það hafi verið sameiginleg ákvörðun að ég hætti. Ég var bara rekinn,“ segir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Skallagríms, Ari Gunnarsson, en hann ber forráðamönnum félagsins ekki vel söguna. Ari segist eðlilega ekki vera sáttur við stöðu liðsins í Dominos-deild kvenna þar sem liðið situr í sjötta sæti. Þjálfarinn segir þó ýmsar ástæður liggja að baki. „Upphafið að þessu öllu er að umtalið í kringum liðið hefur verið mjög neikvætt undanfarin ár. Þar af leiðandi fáum við ekki leikmenn. Margir þeirra leikmanna sem ég reyndi að fá til félagsins vildu ekki koma út af neikvæðu umtali um félagið. Allt í kringum liðið væri ekki nógu gott,“ segir Ari en hvað er hann nákvæmlega að tala um? „Það er aðallega umgjörðin í kringum liðið. Það er þarna maður sem skiptir sér kannski fullmikið af og í raun heldur þessu liði úti af fjölskylduástæðum.“Skuggastjórnandi sem stýrir öllu Þarna er Ari að tala um Ámunda Sigurðsson, fyrrum formann meistaraflokksráðs kvenna, sem á þrjár dætur í liðinu. Hann hefur verið potturinn og pannan í starfi kvennaliðsins síðustu ár. „Hann er ekki í stjórn núna en er með sitt lið þarna inni. Konuna sína meðal annars og hann stýrir þessu sjálfur. Alltaf þegar maður talar við hann þá segist hann sjá um peningamálin hjá þessu liði. Hann minnti á að ef það færi að ganga illa þá myndi fjárstreymið eitthvað minnka. Það var alltaf eitthvað svona í gangi. Hann vill stjórna öllu og er með klapplið með sér,“ segir Ari og bætir við að Ámundi sé ekki eini skuggastjórnandi félagsins. „Hann er það ásamt fleirum sem mega ekki vera í stjórn félaga af ýmsum ástæðum. Það er ráðherra til dæmis." Þar er Ari að tala um Ásmund Einar Daðason sem er félags- og jafnréttismálaráðherra. Ásmundur Einar var einnig áður í stjórn meistaraflokksráðs kvenna með Ámunda.Hann hefur ekkert vit á körfubolta „Maður spyr sig oft að því hvort þetta lið væri yfir höfuð til ef fjölskyldan væri ekki í liðinu. Við erum með fjóra útlendinga og í raun enginn grundvöllur til þess að vera með lið nema að hafa fjóra útlendinga,“ segir Ari og tekur fram að dætur Ámunda séu allar fyrirmyndarstelpur sem hann hafi ekkert út á að setja. „Ef maður skoðar söguna þá hefur Ámundi rekið þjálfara eftir sinni hentisemi. Ef þeir fara ekki eftir því sem hann segir þá eru þeir farnir. Hann vill helst skipta sjálfur inn á og gaf mér oft skipanir úr stúkunni sem ég hlustaði ekki á. Þessi maður hefur ekkert vit á körfubolta. Nákvæmlega ekki neitt. Fílingurinn er eins og hann eigi liðið og stjórni.“ Eftir því sem Ari segir þá lýkur afskiptasemi Ámunda ekki þarna. Hann eigi það til að halda áfram eftir leik. „Eftir einn leikinn í vetur þá er ég að tala við fjölskyldu mína og vini. Þá kemur hann inn í hópinn og drullar yfir mig og leikmenn liðsins. Það endaði með því að ég strunsaði út.“Dvölin hjá Skallagrími var ekki góð fyrir Ara.vísir/daníel þórKoma boltanum meira á dóttur fyrrum formannsins Ari segir að Ámundi hafi ekki látið þar við sitja. Hann hafi heyrt af baktali hans um sig frá fólki út í bæ. „Ég á vini og vandamenn í bænum sem hafa sagt mér að hann sé að drulla yfir mig á bak við mig. Ég er nokkuð viss um að ég sé með nokkur stungusár í bakinu frá honum,“ segir Ari en fundir með stjórninni voru ekki beint hefðbundnir eftir því sem þjálfarinn segir. „Á fundi með stjórninni þar sem ég hélt að ætti að ræða leikmannamál snérist fundurinn um hvernig ætti að koma boltanum meira á eina dóttur Ámunda. Ég þurfi að tala við útlendingana um að gefa meira á hana.“Tók við starfinu í góðri trú Fyrst vinnuumhverfið var svona hræðilegt af hverju var Ari þá ekki löngu hættur? „Ég reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég fékk margar aðvaranir áður en ég tók við liðinu. Ég tók við starfinu samt í góðri trú. Það hefur lengi verið gott á milli okkar Ámunda og ég hélt því að þetta myndi ganga hjá okkur,“ segir Ari en það virðast hafa orðið vinslit hjá honum og Ámunda. „Ég leit á hann sem þokkalegan félaga minn en að heyra að hann væri reglulega að tala illa um mig út í bæ er ekki gaman. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að ég þekki líka fólk.“ Þegar Ara var sagt upp þá segist hann hafa bent stjórn Skallagríms á hvort þau ættu ekki að prófa að líta í eigin barm. „Ég nefndi á fundinum hvort þau þyrftu ekki að líta inn á við. Þjálfarar hafa verið að ná góðum árangri en eru samt reknir. Það er ekki alltaf þjálfarinn sem er meinið.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Það er ekkert hæft í því að það hafi verið sameiginleg ákvörðun að ég hætti. Ég var bara rekinn,“ segir fráfarandi þjálfari kvennaliðs Skallagríms, Ari Gunnarsson, en hann ber forráðamönnum félagsins ekki vel söguna. Ari segist eðlilega ekki vera sáttur við stöðu liðsins í Dominos-deild kvenna þar sem liðið situr í sjötta sæti. Þjálfarinn segir þó ýmsar ástæður liggja að baki. „Upphafið að þessu öllu er að umtalið í kringum liðið hefur verið mjög neikvætt undanfarin ár. Þar af leiðandi fáum við ekki leikmenn. Margir þeirra leikmanna sem ég reyndi að fá til félagsins vildu ekki koma út af neikvæðu umtali um félagið. Allt í kringum liðið væri ekki nógu gott,“ segir Ari en hvað er hann nákvæmlega að tala um? „Það er aðallega umgjörðin í kringum liðið. Það er þarna maður sem skiptir sér kannski fullmikið af og í raun heldur þessu liði úti af fjölskylduástæðum.“Skuggastjórnandi sem stýrir öllu Þarna er Ari að tala um Ámunda Sigurðsson, fyrrum formann meistaraflokksráðs kvenna, sem á þrjár dætur í liðinu. Hann hefur verið potturinn og pannan í starfi kvennaliðsins síðustu ár. „Hann er ekki í stjórn núna en er með sitt lið þarna inni. Konuna sína meðal annars og hann stýrir þessu sjálfur. Alltaf þegar maður talar við hann þá segist hann sjá um peningamálin hjá þessu liði. Hann minnti á að ef það færi að ganga illa þá myndi fjárstreymið eitthvað minnka. Það var alltaf eitthvað svona í gangi. Hann vill stjórna öllu og er með klapplið með sér,“ segir Ari og bætir við að Ámundi sé ekki eini skuggastjórnandi félagsins. „Hann er það ásamt fleirum sem mega ekki vera í stjórn félaga af ýmsum ástæðum. Það er ráðherra til dæmis." Þar er Ari að tala um Ásmund Einar Daðason sem er félags- og jafnréttismálaráðherra. Ásmundur Einar var einnig áður í stjórn meistaraflokksráðs kvenna með Ámunda.Hann hefur ekkert vit á körfubolta „Maður spyr sig oft að því hvort þetta lið væri yfir höfuð til ef fjölskyldan væri ekki í liðinu. Við erum með fjóra útlendinga og í raun enginn grundvöllur til þess að vera með lið nema að hafa fjóra útlendinga,“ segir Ari og tekur fram að dætur Ámunda séu allar fyrirmyndarstelpur sem hann hafi ekkert út á að setja. „Ef maður skoðar söguna þá hefur Ámundi rekið þjálfara eftir sinni hentisemi. Ef þeir fara ekki eftir því sem hann segir þá eru þeir farnir. Hann vill helst skipta sjálfur inn á og gaf mér oft skipanir úr stúkunni sem ég hlustaði ekki á. Þessi maður hefur ekkert vit á körfubolta. Nákvæmlega ekki neitt. Fílingurinn er eins og hann eigi liðið og stjórni.“ Eftir því sem Ari segir þá lýkur afskiptasemi Ámunda ekki þarna. Hann eigi það til að halda áfram eftir leik. „Eftir einn leikinn í vetur þá er ég að tala við fjölskyldu mína og vini. Þá kemur hann inn í hópinn og drullar yfir mig og leikmenn liðsins. Það endaði með því að ég strunsaði út.“Dvölin hjá Skallagrími var ekki góð fyrir Ara.vísir/daníel þórKoma boltanum meira á dóttur fyrrum formannsins Ari segir að Ámundi hafi ekki látið þar við sitja. Hann hafi heyrt af baktali hans um sig frá fólki út í bæ. „Ég á vini og vandamenn í bænum sem hafa sagt mér að hann sé að drulla yfir mig á bak við mig. Ég er nokkuð viss um að ég sé með nokkur stungusár í bakinu frá honum,“ segir Ari en fundir með stjórninni voru ekki beint hefðbundnir eftir því sem þjálfarinn segir. „Á fundi með stjórninni þar sem ég hélt að ætti að ræða leikmannamál snérist fundurinn um hvernig ætti að koma boltanum meira á eina dóttur Ámunda. Ég þurfi að tala við útlendingana um að gefa meira á hana.“Tók við starfinu í góðri trú Fyrst vinnuumhverfið var svona hræðilegt af hverju var Ari þá ekki löngu hættur? „Ég reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig. Ég fékk margar aðvaranir áður en ég tók við liðinu. Ég tók við starfinu samt í góðri trú. Það hefur lengi verið gott á milli okkar Ámunda og ég hélt því að þetta myndi ganga hjá okkur,“ segir Ari en það virðast hafa orðið vinslit hjá honum og Ámunda. „Ég leit á hann sem þokkalegan félaga minn en að heyra að hann væri reglulega að tala illa um mig út í bæ er ekki gaman. Hann virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að ég þekki líka fólk.“ Þegar Ara var sagt upp þá segist hann hafa bent stjórn Skallagríms á hvort þau ættu ekki að prófa að líta í eigin barm. „Ég nefndi á fundinum hvort þau þyrftu ekki að líta inn á við. Þjálfarar hafa verið að ná góðum árangri en eru samt reknir. Það er ekki alltaf þjálfarinn sem er meinið.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Ámundi: Þetta er helber lygi hjá Ara Ámundi Sigurðsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Skallagrími, segir fyrrum þjálfara liðsins, Ara Gunnarsson, ljúga því að hann stýri enn öllu hjá félaginu. 28. nóvember 2018 14:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum