Töluvert tjón þegar tjaldið fauk af porti Hafnarhússins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 13:24 Stangir sem halda tjaldinu uppi skemmdust einnig. Vísir/vilhelm Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Töluvert tjón varð þegar tjald, sem strengt er yfir portið í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur í miðbænum, rifnaði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafnsins, segir í samtali við Vísi að umrætt tjald, sem safnið leigi af Seglagerðinni Ægi, hafi farið afar illa í veðrinu. Þá brotnuðu einnig að minnsta kosti tvær stangir sem halda tjaldinu uppi. „Tjaldið er alltaf tekið niður á milli viðburða en það náðist ekki að taka það niður í gær út af veðrinu og það rifnaði í tætlur einhvern tímann í nótt,“ segir Áslaug. Ekki er enn búið að meta tjónið að sögn Áslaugar, enda atvikið tiltölulega nýskeð. Hún segir þó alveg á hreinu að tjónið sé töluvert. Stefnt er að því að hefja viðgerðir um leið og veðrinu slotar á höfuðborgarsvæðinu. Portið í Hafnarhúsinu hefur í gegnum tíðina aðallega verið leigt undir viðburði en stöku sinnum eru settar þar upp sýningar á vegum Listasafnsins. Aftakaveður gekk yfir landið í gær og í nótt. Greint var frá því í morgun að björgunarsveitir og lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefðu sinnt mörgum útköllum þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og öðru sem fyrir varð. Gert er ráð fyrir að veður mildist vestantil- og suðaustantil eftir hádegi á morgun en veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í morgun að óveðrið á Norðurlandi væri komið til að vera.Tjaldið rifnaði í tætlur, að sögn Áslaugar.Vísir/vilhelm
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08 Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. 29. nóvember 2018 07:08
Innanlandsflug og strætóferðir á landsbyggðinni í lamasessi vegna veðurs Gert er ráð fyrir að veður gangi að nokkru leyti niður á Vestur- og Suðausturlandi eftir hádegi. 29. nóvember 2018 09:56