Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 12:00 Jonni hefur áhyggjur af stöðu mála í kvennalandsliðinu s2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. Leikirnir tveir eru þeir síðustu í riðlinum en Ísland hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa og á ekki möguleika á að komast áfram. „Það er smá vesen í kringum kvennalandsliðið. Það gengur illa að fá leikmenn, það eru meiðsli og einvherjar sem eru í vinnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Ég er búinn að hafa áhyggjur af þessu í svolítið langan tíma. Ég sat fund fyrir bikarúrslitin síðast þar sem þetta kom til tals, að stúlkur á Íslandi í körfubolta væru ekki að gefa kost á sér í A-landslið kvenna,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, einn þeirra sérfræðinga sem fylgist hvað mest með kvennaboltanum á Íslandi. „Það virðast vera einhverjir margir þættir sem koma að því. Maður hefur heyrt að þær eru ekki nógu ánægðar með umgjörðina í kringum þetta, að það sé ekki nógu mikil alvara í kringum æfingar og annað, hverju sem það er um að kenna.“ „Þær eru ekki tilbúnar til þess að taka sér frí frá námi og vinnu til þess að fara í þessi landsliðsverkefni, sem eru frekar löng stundum. Við hvern er að sakast? Ég veit það ekki. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvar vandamálið liggur.“ „En síðan, það er ekkert öfundsvert verkefni fyrir Ívar Ásgrímsson, þjálfara, að velja 12 manna lið. Það sem mér finnst risastórt vandamál í íslenskum kvennakörfubolta er að það er allt of lítið af stjörnum sem eru að verða til.“ „Það eru allt of fáar stelpur sem eru að koma upp úr yngri flokkum sem eru afgerandi. Það er fullt af frábærum stelpum í körfu, en þær eru svo jafnar. Þær eru ekki með þetta landsliðskaliber. Þetta er ekkert grín fyrir Ívar,“ sagði Jón Halldór. Alla umræðuna, sem og umræðu sérfræðingana um síðustu umferð í Domino's deild kvenna, má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um landsliðið og kvennadeildina
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira