Kaupæði greip netverja sem versluðu fyrir hundrað milljarða á 85 sekúndum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 11:51 Starfsmenn kínverska póstsins að störfum að merkja pakkningar sem innihalda vörur sem pantaðar voru í dag. Sölumet var sett í netverslunum kínverska verslunarrisans Alibaba í dag er netverjar versluði fyrir einn milljarð dollara, um 120 milljarða króna, á fyrstu 85 sekúndum hins svokallaða „Singles Day“ sem er í dag. BBC greinir frá. Þá var verslað fyrir um tíu milljarða dollara á fyrsta klukkutímanum, um 1.200 milljarða króna auk þess sem alls hefur verið verslað fyrir meira en 25 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna, þrátt fyrir að enn sé nokkuð eftir af deginum. Haldið hefur verið upp á Singles Day, eða dag einhleypinga frá árinu 2009 en það var raunar Alibaba sjálft sem fann upp daginn sem mótvægi við Valentínusardaginn sem iðulega er stór söludagur víða um heim. Þessi tiltekni söludagur, sem haldinn er 11. nóvember ár hvert, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og er nú stærsti einstaki söludagur í netverslunum á heimsvísu en slíkir dagar hafa ruðið sér til rúms að undanförnu. Dagurinn hefur borist víða um heima, meðal annars til Íslands en í dag má finna tilboð á hinum ýmsu íslensku netverslunum. Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sölumet var sett í netverslunum kínverska verslunarrisans Alibaba í dag er netverjar versluði fyrir einn milljarð dollara, um 120 milljarða króna, á fyrstu 85 sekúndum hins svokallaða „Singles Day“ sem er í dag. BBC greinir frá. Þá var verslað fyrir um tíu milljarða dollara á fyrsta klukkutímanum, um 1.200 milljarða króna auk þess sem alls hefur verið verslað fyrir meira en 25 milljarða dollara, um þrjú þúsund milljarða króna, þrátt fyrir að enn sé nokkuð eftir af deginum. Haldið hefur verið upp á Singles Day, eða dag einhleypinga frá árinu 2009 en það var raunar Alibaba sjálft sem fann upp daginn sem mótvægi við Valentínusardaginn sem iðulega er stór söludagur víða um heim. Þessi tiltekni söludagur, sem haldinn er 11. nóvember ár hvert, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og er nú stærsti einstaki söludagur í netverslunum á heimsvísu en slíkir dagar hafa ruðið sér til rúms að undanförnu. Dagurinn hefur borist víða um heima, meðal annars til Íslands en í dag má finna tilboð á hinum ýmsu íslensku netverslunum.
Neytendur Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira