Efsta þrepið innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:30 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Anton „Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Sjá meira
„Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Sjá meira