Viðskipti innlent

Friðrik Þór segir starfi sínu lausu

Atli Ísleifsson skrifar
Friðrik Þór Snorrason hefur verið forstjóri RB frá því í febrúar 2011.
Friðrik Þór Snorrason hefur verið forstjóri RB frá því í febrúar 2011. Mynd/RB
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og mun hann starfa áfram þar til nýr forstjóri hefur störf.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Friðrik hefur verið forstjóri RB frá því í febrúar 2011 og hefur því verið forstjóri í tæp átta ár.

Haft eftir Friðriki Þór að sér hafi fundist kominn tími til að breyta til og horfa til nýrra verkefna. „Í fyrirtæki sem veitir fjármálakerfinu jafnmikilvæga þjónustu skiptir höfuðmáli að vandað sé til verka þegar kemur að breytingum á yfirstjórn og taldi ég því mikilvægt að upplýsa strax um ákvörðun mína þannig að ráða mætti nýjan forstjóra í góðu tómi.“

RB hefur frá því á byrjun áttunda áratugarins veitt fjármálafyrirtækjum landsins ýmsa tækni- og hugbúnaðarþjónustu og rekur öll megin greiðslukerfi landsins. Þar starfa um 170 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×