Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:30 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu kveðst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57