Vilja úthýsa mentóli úr vindlingum vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:24 Mentólið gæti verið á útleið úr bandarískum sígarettum. Getty/Oliverhelbig Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings. Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings.
Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira