Ingvar Jónsson og félagar í Viborg eru á toppnum í dönsku B-deildinni eftir 3-1 sigur á Helsingør í síðasta leik sautjándu umferðarinnar í kvöld.
Viborg var komið í 2-0 snemma leiks og þriðja markið kom svo eftir 50 mínútur. Helsingør minnkaði svo muninn á 69. mínútu en nær komust þeir ekki og lokatölurnar 3-1.
Ingvar gekk í raðir Viborg í byrjun tímabilsins en liði ðhefur verið að spila frábærlega á tímabilinu. Þeir eru á toppnum með 32 stig, fimm stigum á undan Silkeborg.
Einungis eitt lið hefur fengið á sig færri mörk en Viborg á tímabilinu (21 mark) en það er Nyköbing. Þeir hafa fengið á sig tuttugu. Efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina en númer tvö og þrjú fara í umspil.
Ingvar á toppnum í Danmörku og fengið á sig næst fæst mörk
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn


Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti
Fleiri fréttir
