Magnús hættir sem forstjóri Klakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 10:00 Magnús Scheving Thorsteinsson er sagður skilja við Klakka í góðri sátt við stjórn félagsins. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. Magnús er sagður hafa tilkynnt stjórn Klakka þetta nýverið. Þá eru starfslokin sögð „í góðri sátt við stjórn og hluthafa félagsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu vegna málsins. Haft er eftir Magnúsi í sömu tilkynningu að hann líti ánægður um öxl og að starfsmenn Klakka geti verið stoltir af árangri undanfarinna ára. „Ég hef verið forstjóri félagsins í sjö ár og mér finnst vera kominn tími til að skipta um vettvang og snúa mér að nýjum verkefnum. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum. Við höfum endurskipulagt, byggt upp og selt eignir og fengið mjög gott endurgjald fyrir þær. Ljóst er að afraksturinn er langt umfram þær heimtur sem gert var ráð fyrir í nauðasamningi félagsins árið 2010,“ segir Magnús og bætir við: „Framundan er stefnumótun fyrir Lykil fjármögnun hf., en fyrir liggur endurskilgreina og efla enn frekar starfsemi félagsins áður en efnt verður til nýs söluferlis. Hefst sú vinna fljótlega. Ég hef ákveðið að farsælt sé að leiðir skilji á þessum tímamótum og vil þakka bæði starfsfólki Klakka og öðru samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf.“ Klakki ehf. er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta en félagið fór í gegnum nauðasamninga árið 2010. Lykill fjármögnun hf. er nú langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. hlutir í tryggingafélaginu VÍS og fjarskiptafyrirtækinu Skipti/Símanum, hafa verið seldar á síðustu árum. Heildar söluandvirði umræddra eigna nemur yfir 56 milljörðum króna. Vistaskipti Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. Magnús er sagður hafa tilkynnt stjórn Klakka þetta nýverið. Þá eru starfslokin sögð „í góðri sátt við stjórn og hluthafa félagsins,“ eins og það er orðað í tilkynningu vegna málsins. Haft er eftir Magnúsi í sömu tilkynningu að hann líti ánægður um öxl og að starfsmenn Klakka geti verið stoltir af árangri undanfarinna ára. „Ég hef verið forstjóri félagsins í sjö ár og mér finnst vera kominn tími til að skipta um vettvang og snúa mér að nýjum verkefnum. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum. Við höfum endurskipulagt, byggt upp og selt eignir og fengið mjög gott endurgjald fyrir þær. Ljóst er að afraksturinn er langt umfram þær heimtur sem gert var ráð fyrir í nauðasamningi félagsins árið 2010,“ segir Magnús og bætir við: „Framundan er stefnumótun fyrir Lykil fjármögnun hf., en fyrir liggur endurskilgreina og efla enn frekar starfsemi félagsins áður en efnt verður til nýs söluferlis. Hefst sú vinna fljótlega. Ég hef ákveðið að farsælt sé að leiðir skilji á þessum tímamótum og vil þakka bæði starfsfólki Klakka og öðru samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf.“ Klakki ehf. er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta en félagið fór í gegnum nauðasamninga árið 2010. Lykill fjármögnun hf. er nú langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. hlutir í tryggingafélaginu VÍS og fjarskiptafyrirtækinu Skipti/Símanum, hafa verið seldar á síðustu árum. Heildar söluandvirði umræddra eigna nemur yfir 56 milljörðum króna.
Vistaskipti Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00 Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Vogunarsjóðurinn hyggst eiga Lykil áfram Bandaríski vogunarsjóðurinn Davidson Kempner, sem á um 75 prósenta hlut í Klakka, eignarhaldsfélagi sem heldur utan um 100 prósenta hlut í Lykli, áður Lýsingu, áformar að eiga að óbreyttu hlutinn í eignaleigufyrirtækinu til næstu ára. 5. september 2018 08:00
Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði. 21. mars 2018 06:00